spot_img
HomeFréttirTreyjunúmer 6 verður frátekið fyrir stuðningsmenn finnska liðsins

Treyjunúmer 6 verður frátekið fyrir stuðningsmenn finnska liðsins

Finnar munu vera gestgjafar á EM 2017 og taka á móti íslenska liðinu í lok ágúst nk. Finnska körfuknattleiksssambandið vildi þakka stuðningsmönnum sínum fyrir stuðning undanfarinna ára með því að taka frá treyjunúmer 6 til heiðurs þeim, en stuðningsmannasveit finnska liðsins kallar sig Sjötta manninn. Enginn af leikmönnum liðsins mun því spila með þetta treyjunúmer í keppninni.

 

 

Í tengdum fréttum voru Finnar minntir á það af FIBA að þeir eiga metið fyrir lægsta stigaskor í einum leik í lokakeppni EM. Það var þegar Finnar töpuðu illa fyrir Eistum 1939 með 90 stigum eða 91-1.

 

 

Finnar taka á móti Íslendingum, Pólverjum, Grikkjum, Frökkum og Slóvenum í Helsinki 31. ágúst þar sem keppni í riðli A fer fram á EM 2017. Enn er hægt að fá miða hjá KKÍ.

Fréttir
- Auglýsing -