Finnar munu vera gestgjafar á EM 2017 og taka á móti íslenska liðinu í lok ágúst nk. Finnska körfuknattleiksssambandið vildi þakka stuðningsmönnum sínum fyrir stuðning undanfarinna ára með því að taka frá treyjunúmer 6 til heiðurs þeim, en stuðningsmannasveit finnska liðsins kallar sig Sjötta manninn. Enginn af leikmönnum liðsins mun því spila með þetta treyjunúmer í keppninni.
Numero 6 jäädytetään koripallon maajoukkuetoiminnassa kunnianosoituksena faneille ja korisyhteisölle – https://t.co/8feOCZDJQg. _x1f499_#6pelaaja pic.twitter.com/JES1L4YbLQ
— Basket.fi (@basketfinland) June 2, 2017
Í tengdum fréttum voru Finnar minntir á það af FIBA að þeir eiga metið fyrir lægsta stigaskor í einum leik í lokakeppni EM. Það var þegar Finnar töpuðu illa fyrir Eistum 1939 með 90 stigum eða 91-1.
The lowest score by a team in the FIBA EuroBasket Final Round occurred in 1939, when _x1f1ea__x1f1ea_ beat _x1f1eb__x1f1ee_ 91-1? #EuroBasket2017 pic.twitter.com/ICp4sdzWMD
— FIBA (@FIBA) June 1, 2017
Finnar taka á móti Íslendingum, Pólverjum, Grikkjum, Frökkum og Slóvenum í Helsinki 31. ágúst þar sem keppni í riðli A fer fram á EM 2017. Enn er hægt að fá miða hjá KKÍ.