spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTreyja Svavars hengd uppí rjáfur í Síkinu í kvöld

Treyja Svavars hengd uppí rjáfur í Síkinu í kvöld

Dominos deild karla rúllar af stað í kvöld með fjórum leikjum. Á Sauðárkróki taka heimamenn á móti Þórsurum.

Í hálfleik verður Svavar Atli Birgisson heiðraður fyrir frábæran feril fyrir Tindastól en treyja hans verður hengd uppí rjáfur. Einnig verður treyja tileinkuð bikarmeistaratitilsins frá síðasta tímabili hengd uppí rjáfur.

Svavar Atli Birgisson lagði skónna á hilluna fyrir síðasta tímabil en hann lék með Tindastól frá 1996-2017 eða í 21 ár. Hann lék nærri 400 leiki með félaginu og spilað stórt hlutverk í uppbyggingu síðustu ára.

Leikurinn hefst kl 19:15 og fer fram í Síkinu. Aðgangseyrir er 2000 kr en forsvarsmenn Tindastóls skoruðu á stuðningsmenn að mæta og búa til frábæra stemminingu á þessum fyrsta heimaleik tímabilsins.

Mynd: Bára Dröfn / Svavar og Brynjar Þór mætast í DHL höllinni en Brynjar gekk einmitt til liðs við Tindastól í sumar.

Fréttir
- Auglýsing -