spot_img
HomeFréttirTrey Hampton í raðir Tindastóls

Trey Hampton í raðir Tindastóls

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Trey Hampton, hefur samið við Tindastól um að leika með liðinu í Iceland Express deildinni á næsta keppnistímabili. Trey er rétt rúmir tveir metrar á hæð og er ætlað að leysa stöðurnar undir körfunni. www.tindastoll.is greinir frá.
Trey lék með Georgia State háskólanum og úskrifaðist þaðan 2010. Á sínu síðasta ári var hann með 8.5 stig að meðaltali í leik og 5.1 frákast. Á síðasta tímabili lék hann í hinni sterku Pro A deild í Þýskalandi með liði Paderborn en með því liði lék góðkunningi okkar Íslendinga, Draelon Burns sem lék með Keflavík tímabilið 09-10. Hjá Paderborn var Trey með 9.5 stig að meðaltali og 3.2 fráköst.
 
Trey er kraftmikill leikmaður sem mun láta að sér kveða í vítateignum og bindur körfuknattleiksdeild Tindastóls miklar vonir við kappann.
 
Þar með hefur Tindastóll samið við þá tvo erlendu leikmenn sem ákveðið var að tefla fram í vetur og er leikmannahópurinn því að taka á sig lokamynd fyrir átökin á næsta tímabili.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -