spot_img

Trent Steen í Hamar

Hamar hafa samið við Bandaríkjamanninn Trent Steen um að leika með liðinu á komandi leiktíð. 

Trent er 203 cm miðherji sem er á sínu öðru ári sem atvinnumaður. 

Í vetur lék hann með liði Depiro í Maltnensku deildinnii og var þar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26.7 stig og tók þar að auki 10.2 fráköst. 

Steen útskrifaðist úr fyrstu deildar Háskóla Arkansas-Pine Buff en þar hlaut hann meðal annars verðlaun fyrir að vera besti varnarmaður ársins í SWAC riðlinum sem og var hann valinn í annað úrvalslið riðilsins sama ár. Tímabilið áður leiddi Steen lið Pine Buff bæði í stigum og fráköstum.

Hamar hefur ekki setið auðum höndum frá því að tímabilinu lauk en liðið hefur einnig samið við þá Pálma Geir Jónsson, Björn Ásgeir Ásgeirsson, Ragnar Jósef Ragnarsson og Bjarna Rúnar Lárusson. Auk þess hafa Hvergerðingar endurnýjað samninga við Everage Richardsson.

Fréttir
- Auglýsing -