Eftirsóttasti körfuboltatölvuleikur nútímans NBA 2K kemur út á næstunni í nýrri árlegu útgáfunni. NBA 2K19 hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en grafík leiksins og spilun hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu árin.
Líkt og síðustu ár er tónlistin í leiknum í stóru hlutverki, nokkur eftirvænting er eftir því að sjá hvaða tónlistamaður sér um tónlistina í leiknum. Í ár er það stórstjarnan Travis Scott sem valdi tónlistina í leikinn.
Travis Scott settist niður með Lebron James á dögunum og ræddi um leikinn. Lebron verður framan á viðhafnarútgáfu leiksins og ræða þeir m.a. hvaða þýðingu það hefur að taka þátt í leiknum.
Tónlistann má nú þegar finna á Spotify en á honum eru meðal annars lög með Black Veil Brides, Bruno Mars feat. Cardi B, Fall Out Boy, Lil Uzi Vert, Marshmello, PARTYNEXTDOOR, Three Days Grace og Migos. Auk þess að velja tónlistina í leikinn mun Travis Scott einnig birtast í MyPlayer möguleika leiksins og er því hluti af honum enda þykir tónlistamaðurinn liðtækur í íþróttinni.
Það er ljóst að mikil spenna er fyrir þessum vinsæla leik. Leikurinn kemur út þann 11. september og verður fáanlegur í öllum ELKO búðum landsins.
Lagalistann úr leiknum má finna hér að neðan: