spot_img
HomeFréttirTravis Cohn samdi við Apollon Patras í Grikklandi

Travis Cohn samdi við Apollon Patras í Grikklandi

Bandaríkjamaðurinn Travis Cohn sem lék með Snæfell í Domino´s deild karla á síðasta tímabili hefur samið við gríska úrvalsdeildarliðið Apollon Patras. Gríska liðið hafnaði í 8. sæti á síðustu leiktíð og féll 2-0 út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Panathinaikos sem síðar urðu grískir meistarar með 3-2 sigri á Olympiakos í úrslitum grísku deildarinnar.
 
 
Cohn lét vel til sín taka í Domnio´s deildinni og aukareitis við háloftatilþrifin hans var Cohn með 23,6 stig, 6,8 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Hólmurum.
  
Fréttir
- Auglýsing -