spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTrausti: Með geggjaða unga stráka og bestu stuðningsmenn landsins

Trausti: Með geggjaða unga stráka og bestu stuðningsmenn landsins

Dominos deild karla hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Næst eru það ÍR-ingar.

ÍR

Breiðhyltingar komu nokkuð á óvart á síðustu leiktíð er liðið endaði í öðru sæti deildarkeppninnar og komst í undanúrslit. Liðið missti nokkuð en fékk einnig sterkan leikmann í staðin. Það verður spennandi að sjá hvort ÍR og Ghetto Hooligan nái að byggja á síðustu leiktíð og gera enn betur.

Spá KKÍ: 7. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 2. sæti

Þjálfari liðsins: Borce Ilievski

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Hákon Örn Hjálmarsson. Bakvörðurinn sterki fær að öllum líkindum meiri ábyrgð á sínar herðar í vetur. Hefur sýnt hvað í honum býr síðustu leiktíðir en gæti tekið næsta skref í vetur.

Komnir og farnir: 

Komnir:

Justin Martin frá Kýpur

Matthew McClain frá USA

Sigurður Gunnar Þorsteinsson frá Grindavík

Farnir:

Sveinbjörn Claessen hættur

Danero Thomas til Tindastóls

Kristinn Marínósson til Hauka

Sigvaldi Eggertsson til Obradoiro CAB

Ryan Taylor óljóst

Hjalti Friðriksson hættur

Mladen Pavlovic óljóst

Viðtal við Trausta Eiríksson um komandi leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -