spot_img
HomeFréttirTrail Blazers gera grín að Nuggets á samfélagsmiðlum

Trail Blazers gera grín að Nuggets á samfélagsmiðlum

Denver Nuggets settu inn á Twitter í gær kosningu á besta leikmanni félagsins frá upphafi. Þar voru tilnefndir Nikola Jokic, Nick Van Exel, Alex English, Dikembe Mutombo og Chuncey Billups. Alltsaman mikilvægir leikmenn fyrir félagið, en þó kannski enginn betri en sá sem að félagið nefndi ekki, Carmelo Anthony.

Anthony leiddi leiðið frá því að hann var valinn af þeim í nýliðavalinu árið 2003 til ársins 2011, en þá fór hann fram á að honum yrði skipt annað og líklega eru einhverjir stuðningsmenn liðsins ennþá sárir út í leikmanninn eftir að hann fékk bón sína uppfyllta og fór til New York Knicks.

Núverandi lið Anthony, Portland Trail Blazers var þó fljótt að svara þessari hörðu gagnrýni sem leikmaðurinn fékk frá sínu fyrra félagi með því að tilnefna hann í sinni kosningu til besta leikmanns félagsins, þrátt fyrir að hann hafi aðeins verið með þeim eitt tímabil. Þar var Anthony settur í hóp með þeim Clyde Drexler, Brandon Roy, Damian Lillard og Bill Walton, sem allir léku annaðhvort fjöldamörg tímabil eða allan feril sinn með liðinu.

Trail Blazers að sjálfsögðu vakandi fyrir því að samningur þeirra við Anthony er laus á þessari stundu og líklega myndu þeir vilja semja aftur við hann á þeim gjafakjörum sem þeir fengu hann fyrir á síðasta tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -