Skallagrímur í Borgarnesi hefur samið við Tracy Smith um að leika með liðinu á komandi leiktíð, samkvæmt heimildum Karfan.is. Tracy lék með Njarðvík á síðustu leiktíð og skoraði 21,8 stig að meðaltali í 19 leikjum og tók 12,9 fráköst en hann var þriðji frákastahæsti leikmaður deildarinnar. Hann var einnig sjötti hæsti í deildinni í framlagi með 26,5 að meðaltali.