Einn leikur fór fram í Subway deild kvenna í kvöld. Haukar lögðu Grindavík í HS Orku Höllinni, 78-93. Eftir leikinn eru Haukar í 3. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 8 stig.
Gangur leiks
Leikurinn byrjaði með krafti og bæði lið fersk og til í slaginn. Grindavík vermir botn deildarinnar og þurfti tilfinnanlega sigur. Grindavík búið að vinna til dæmis Keflavík í vetur og virðist bara skorta sjálfstraust og kannski eilítið betra skipulag til að fara að fella lið fyrir ofan sig í töflunni. Heimakonur mættu tilbúnar og tóku vel á Haukastúlkum en máttu sín lítið þegar Helena Sverris besti leikmaður Íslands tók leikinn yfir og það fyrir utan þriggja stiga línuna. Staðan í lok fyrsta 16 – 28 fyrri Hauka og Helena með 17 stig af þessum 28 og fimm þrista úr fimm skotum og með 100% skotnýtingu.
Annars er gaman að sjá þessar fersku ungu uppaldar stúlkur í Grindavík hreyfa sig á vellinum en systurnar Natalía og Thea með Huldu, Heklu og Jenny eru allar að fá dýrmæta reynslu sem á eftir að gefa Grindavík góðan grunn fyrir framtíðina. Helena Sverris hélt áfram að vera með 100% skotnýtingu og greinilega að gera sig klára fyrir bikarúrslit og úrslitakeppni. Staðan í hálfleik 39 – 47 fyrir Haukum.
Grindavíkurstúlkur söxuðu á í þriðja og náðu af og til að sýna flotta takta. Jenny Geirdal sem kom af bekknum hjá Grindavík var með flotta sýningu fyrir utan þriggja stiga línuna og setti nokkrar sem sem kysstu spjaldið og vöktu lukku en þrátt fyrir þá frammistöðu þá vara staðan í lok þriðja, 64-71 fyrir Haukum
Grindavík náði aftur að krafla sig inn í leikinn en Keira og Eva stigu upp fyrir Hauka þegar á þurfti að halda og lönduðu sigrinum, 78-93.
Kjarninn
Leikurinn var ágætis skemmtun og geta bæði lið gengið ágætlega sátt frá sinni frammistöðu en Haukastúlkur sigruðu með 93 stigum gegn 78 og bestu leikmenn Helena Sverrisdóttir með 27 stig og 71% skotnýtingu en hjá heimastúlkum þá voru Robbi Ryan og Jenný Geirdal bestar.
Myndasafn(Ingibergur Þór)