spot_img
HomeFréttirTorsóttur sigur á Lúxemborg - Misjöfn frammistaða í mikilvægum sigri

Torsóttur sigur á Lúxemborg – Misjöfn frammistaða í mikilvægum sigri

Íslenska landsliðið lék sinn fyrsta leik í þessum landsleikjaglugga í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið árið 2023. Andstæðingarnir voru lið Lúxemborg

Íslenska liðið var skipað fjórum leikstjórnendum(Elvar, Sigtryggur Arnar, Hörður Axel og Jón Axel) í byrjunarliðinu ásamt Tryggva Snæ. Ljóst var frá upphafi að Íslenska liðið ætlaði sér að nýta yfirburði Tryggva á vellinum til hins ítrasta með því að láta hann draga til sín varnarmenn eða komast nálægt körfunni. Arnar og Elvar voru mjög aggressívir á hringinn til að opna svæði fyrir góðar skyttur. Lúxemborg gerði vel að nýta sér hraðann í kringum Tryggva til að koma honum í vandræði. Fyrir vikið fékk Tryggvi tvær villur snemma í leiknum og sat því á bekknum stóran hluta fyrsta leikhluta. 

Sigtryggur Arnar var með 10 stig í fyrsta leikhluta og tók mikið til sín. Liðið lenti í nokkrum vandræðum varnarlega þegar Lúxemborg sótti mjög hart að öllum svæðum í kringum körfuna. Einnig tapaði Ísland of mörgum boltum beint í hendurnar á Lúxemborg sem bjó til auðveldar körfur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-24 fyrir Lúxemborg

Það tók Ísland rúmar fjórar mínútur að sækja sína fyrstu körfu í öðrum leikhluta. Íslenska liðið var arfaslakt framan af leikhlutanum. Liðið var mjög staðið sóknarlega og sætti sig við erfið skot. Varnarlega var liðið að gefa Lúxemborg of mörg tækifæri. Í raun lét Ísland lið Lúxemborg líta alltof vel út. Íslenska liðið endaði seinni hálfleikinn á jákvæðari nótum en máttu þó hrósa happi að munurinn var ekki meiri þegar liðin gengu til búningsklefa en staðan var 34-38 fyrir Lúxemborg.

Ísland hóf leikinn svipað og í þeim fyrri, liðið virtist frekar þungt á sér, gaf auðveldar körfur og sættu sig við erfið skot. Loksins um miðbik þriðja leikhlutans fékk liðið vind í seglinn og almenntilegt áhlaup. Þar sem þeir Hörður Axel og Elvar Már reyndust drjúgir. 

Íslenska liðið náði þá loks tíu stiga forystu með 18-1 áhlaupi Íslands. Hraði þeirra Elvars og Ægis reyndis Lúxurum mjög erfiðir auk þess sem Ísland framkvæmdi sóknir sínar mun betur enn í fyrri hálfleik. 

Loksins má segja að Ísland hafi haft yfirhöndina og hélt henni alveg til leiksloka. Sjálfstraustið jókst og liðið var yfirvegaðra í sínum aðgerðum. 

Ægir Þór Steinarsson var heilt yfir besti leikmaður Íslands. Flestar jákvæðar aðgerðir Íslands komu í gegnum hann og var hraði hans mikið vesen fyrir vörn Lúxemborgar. Einnig þarf að nefna Tryggva Snæ Hlinason sem átti Dr Jekyll and Mr Hyde frammistöðu, fyrri hálfleikur var ansi slappur hjá honum, var tvístígandi sóknarlega og varnarlega að láta fara illa með sig. Allt annar maður mætti til leiks í seinni hálfleik og var algjörlega yfirburðarmaður í þeim hálfleik, hann endaði með 17 stig, þar af 16 í seinni hálfleik. Einnig var hann með 11 fráköst. Elvar Már var einnig öflugur en með slappa nýtingu.

Gríðarlega mikilvægur sigur er staðreynd, tap í dag hefði farið langt með vonir Íslands að ná á HM 2023 og enn er alltof langt í mót. Tilfinningin fyrir frammistöðunni er ansi blendin, liðið lék einfaldlega ekki nægilega vel í 25 mínútur. Sóknarlega var liðið að framkvæma illa og henda boltanum frá sér. Vörnin var sterkari heilt yfir, liðið var að skipa á öllum hindrunum nema á Tryggva sem Lúxemborg réð heilt yfir illa við. Áhyggjuefnið var samt að leikmenn Íslands misstu leikmenn of oft auðveldlega framhjá sér. 

Skotnýting Íslands var heldur dræm framan af en það var ekki öðru við að búast þar sem meginþorri liðsins hefur ekki fengið að æfa körfubolta í rúman mánuð. 

Þegar allt er tekið saman er sigurinn góður, Íslenska liðið náði að halda í við Lúxemborg þrátt fyrir að fátt hafi fallið fyrir liðið framan af. Í seinni hálfleik var frammistaðan góð og liðið slípaðist saman. Undirritaður fannst lítið til liðs Lúxemborg koma og hefði sigurinn átt að vera stærri ef allt hefði verið eðlilegt. Sú krafa er liklega ósanngjörn ef horft er á hversu mikinn körfubolta leikmenn hafa spilað síðustu átta mánuði. 

Næsti leikur Íslands er gegn Kósóvó á laugardaginn kl 15. Kósóvó hafði betur í fyrri leik liðanna og því mikilvægt að sækja sigur í þeim leik. 

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -