Snæfellsstúlkur sigruðu Val úti í fyrstu umferð og Haukastúlkur bið lægri hlut heima fyrir Njarðvík og væntanlega kappsmál að komsta yfir sín fyrstu stig. Berglind Gunnarsdóttir og Björg Guðrún Einardóttir sátu hjá vegna meiðsla hjá Snæfelli.
Byrjunarlið leiksins:
Snæfell: Hildur Sig, Hildur Björg, Helga Hjördís, Alda Leif, Kieraah Marlow.
Haukar: Gunnhildur Gunnars, Guðrún Ósk, Íris Sverris, Jence Rhoads, Hope Elam.
Haukastúlkur byrjuðu ferskari og virtust ætla að taka völdin á vellinum strax og Snæfell var að brjóta og voru seinar í vörninni og Haukar sóttu áþær og komust í 6-13. Alda Leif setti þá eitt stykki ískaldann þrist í 9-13 og Snæfell jafnaði svo strax 13-13. Allt annað Snæfellslið sást svo seinni hluta fyrsta fjórðungs sem komust í 21-13 sem var staðan eftir fyrsta hluta og voru gríðalega öflugar. Haukar náðu ekki upp dampi og skoruðu ekki í þrjár og hálfa mínútu gegn sterkari vörn Snæfells og sóknir runnu út í sandinn.
Annar hluti byrjaði líkt og sá fyrsti endaði með því að Snæfellsstúlkur voru með góða svæðisvörn og hraðar sóknir sem kom þeim strax í 23-13 með 17-0 kafla, svo 35-17 og Haukastúlkur voru alveg stopp. Þær hresstust og nýttu sér mistök Snæfells í sínum sóknum sem fóru að henda boltunum í gin Haukavarnarinnar sem breyttu fljótt vörn í sókn og sóttu á. Staðan í hálfleik var 43-28 fyrir Snæfell. Stigahæst hjá heimastúlkum var Kieraah Marlow með 15 stig og Hildur Sig með 9 stig og 7 fráköst. Hjá Haukum var Jence Ann Rhoads með 12 stig og 4 fráköst og Írs Sverris kom næst með 6 stig.
Bæði Gunnhildur hjá Haukum og Hildur Sigurðar hjá Snæfell höfðu unnið sér inn þrjár villur hvor í fyrri hálfleik en ekki var mikið um villur heilt yfir liðin. Í þriðja hluta voru Haukastúlkur að stilla sig af og voru að nálgast í stöðunni 53-44 og Íris Sverrisdóttir fékk að setjann trekk í trekk af þriggja stiga línunni eða auðveld sniðskot og var hörkugóð en galopin búð og enginn að afgreiða hjá Snæfelli. Staðan var 58-55 eftir þriðja leikhluta og allt var að falla með Haukum í þeirra leik.
Haukar komust yfir 60-61 og hægt og bítandi að vinna sig inn. Þetta var orðinn leikur þegar leið á fjórða hluta og liðin skiptust á að skora þó Snæfell héldi sig 2-4 stigum á undan, æsispennandi lokamínútur og staðan 71-69 þegar 39 sekúndur voru eftir og Alda Leif setti víti niður í 72-69. Haukar náðu ekki nýta sóknir sýnar gegn hörkusvæðisvörn Snæfells og Hildur Sigurðardóttir kláraði svo af vítalínunni þegar rétt rúm sekúnda var eftir, eitt niður og Snæfell sigraði 73-69 eftir magnaðann fjórða hluta þar sem lá við allskonar kvillum hjá áhorfendum en Snæfell með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina gegn liðunum sem var spáð þriðja og fjórða sæti. Haukastúlkur þurfa svo að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri.
Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow gríðalega öflug og stighæst með 24/7 frák/4 stoðs. Hildur Sigurðar var með 18/12 fráköst/7 stoðs og stjórnaði liðinu til sigurs af öryggi. Alda Leif 11. Helga Hjördís 10/6 frák. Hildur Björg 6/7 frák. Ellen Alfa og Sara Mjöll 2 stig hvor. Rósa Kristín 0/6 fráköst. Aníta Sæþórsdóttir 0.
Hjá Haukum var Íris Sverrisdóttir hörkuflott í seinni hálfleik og skilaði hún mikilvægum stigum þegar þær sóttu mest á en hún endaði með 19 stig. Jence Rhoads var öflug og endaði með 14/7 frák/5 stoð. Hope Elam 10. Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/4 stoð. Auður Íris 7. Guðrún Ámundardóttir 6. Margrét Rósa 2. Sólrún Inga, Inga Sif og Ína Salóme 0.
Símon B Hjaltalín.