Tyrkland hafði betur gegn Ungverjalandi í hinum leik kvöldsins í riðil Íslands í undankeppni EuroBasket 2025.
Tyrkland eru því komnir með tvo sigra og eitt tap á meðan Ungverjaland hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni. Leikur kvöldsins fór fram í Tyrklandi, en líkt og Ísland og Ítalía ferðast liðin nú og mun næsti leikur þeirra fara fram komandi mánudag í Ungverjalandi.
Úrslitin skipta máli fyrir Ísland því ef Ungverjaland nær ekki að vinna leik ná þeir ekki að komast uppfyrir Ísland í riðlinum og þar af leiðandi ekki á lokamótið sem fram fer næsta haust þar sem efstu þrjú lið riðilsins fara áfram.