spot_img
HomeFréttirToppslagur um helgina hjá Sigrúnu: Gratien í 3. sæti

Toppslagur um helgina hjá Sigrúnu: Gratien í 3. sæti

 
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og liðsfélagar í franska NF2 liðinu Gratien eru í 3. sæti deildarinnar um þessar mundir eftir 41-48 útisigur um síðustu helgi. Sigrún gerði 13 stig í leiknum en stórleikur er í vændum á morgun.
Gratien tekur á móti Sainte Savine Basket á morgun en það lið er í 2. sæti deildarinnar og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni.
 
Ljósmynd/ Sigrún Sjöfn í búningi Gratien, hún gerði 13 stig í síðasta leik liðsins.
 
Fréttir
- Auglýsing -