spot_img
HomeBikarkeppniTopplið 1. deildar sló Aþenu úr bikarnum

Topplið 1. deildar sló Aþenu úr bikarnum

Vís bikarinn fór fram um helgina og margir spennandi leikir og ljóst að framundan er spennandi bikarkeppni.

Í Austurbergi tók Bónus deildar lið Aþenu á móti Ármanni sem situr í efsta sæti 1. deildarinnar taplausar eftir átta umferðir. Ármenningar hófu leikinn að krafti og voru komnar í 20-14 forystu eftir fyrsta leikhluta. Forystuna gaf liðið ekki eftir lungan úr leiknum og varð munurinn mestur 16 stig í þriðja leikhluta.

Aþena kom til baka og náði forystunni í fyrsta sinn í leiknum um miðbik fjórða leikhluta. Það var ekki lengi og náði Ármann að stela forystunni aftur og sigla heim að lokum fjögurra stiga sigri 68-72.

Sannarlega óvæntur sigur 1. deildar liðs Ármanns sem eru á góðu skriði og verða í pottinum þegar dregið verður í 8. liða úrslitum.

Alarie Mayze var stigahæst hjá Ármenningum með 19 stig, þá voru þær Jónína Þórdís og Birgit Ósk öflugarmeð 16 og 15 stig. Ármann skartaði nýjum leikmanni í leiknum en þýski miðherjinn Carlotta Ellenrider gekk til liðs við félagið fyrir helgi frá Snæfell. Hún endaði með 14 stig og 10 fráköst í frumraun sinni.

Hjá Aþenu var Ajuju Thatha öflugust með 24 stig og 12 fráköst. Elektra Mjöll átti fínan leik og endaði með 13 stig.

Tölfræði leiksins

Mynd: Grétar Már Axelsson

Fréttir
- Auglýsing -