spot_img
HomeFréttirTómas Valur var frábær fyrir Ísland í kvöld "Þegar við verðum orðnir...

Tómas Valur var frábær fyrir Ísland í kvöld “Þegar við verðum orðnir góðir, held ég við getum farið mjög langt”

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Svíþjóð í kvöld í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje. Eftir fremur erfiða byrjun náði Ísland ágætis tökum á leiknum fyrir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn í Svíþjóð gerðu þó álitlega tilraun undir lokin til þess að gera lokamínútuna spennandi, en allt kom fyrir ekki, íslenska liðið stóð það af sér og sigraði að lokum, 70-90.

Hérna er meira um leikinn

Tómas Valur Þrastarson var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í leiknum, skilaði 22 stigum, 11 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum á rúmum 28 mínútum spiluðum. Þá var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir undir 20 ára liðið. Hann er enn gjaldgengur í undir 18 ára liðið, en tekin var ákvörðun um að hann myndi spila með landsliðinu fyrir ofan nú á Norðurlandamótinu, sem og í A deild Evrópumótsins í júlí.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -