spot_img
HomeFréttirTómas Valur og Jana um muninn í körfuboltanum sem spilaður var á...

Tómas Valur og Jana um muninn í körfuboltanum sem spilaður var á Norðurlandamótinu “Aldrei lent í svona pressu”

Norðurlandamóti undir 16 ára liðs drengja og stúlkna lauk í gær í Kisakallio í Finnlandi. Bæði unnu leikin tvo leiki á þessu móti, en vegna innbyrðisstöðu höfðu drengirnir brons með sér heim á meðan að stúlkurnar þurftu að sætta sig við fjórða sætið.

Eðli málsins samkvæmt voru bæði lið Íslands full af einhverjum allra efnilegustu leikmönnum landsins sem að sýndu hvers þeir voru megnugir í leikjum mótsins. Líkt og alltaf er þó hægt að benda á betri frammistöður einstakra leikmanna liðanna tveggja. Þetta Norðurlandamótið er hægt að gera slíkt með tilliti til tölfræði Tómasar Vals Þrastarsonar og Jönu Falsdóttur.

Tómas Valur skoraði 14 stig, tók 10 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði skot að meðaltali í leik. Það gerði hann fimmta stigahæstan og næst frákastahæstan af öllum leikmönnum mótsins. Þá var hann einnig nokkuð skilvirkur, með rúm 13 stig í framlag var hann sá sjötti framlagshæsti á mótinu.

Jana skoraði 8 stig, tók 5 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 5 boltum að meðaltali í leik, en engin stal fleiri boltum en hún á mótinu.

Karfan spjallaði við þau Tómas Val og Jönu að móti loknu í sóttvarnarbúbblunni í Kisakallio.

Fréttir
- Auglýsing -