spot_img
HomeFréttirTómas Valur í sterka deild bandaríska háskólaboltans

Tómas Valur í sterka deild bandaríska háskólaboltans

Ungstirni Þórs úr Þorlákshöfn Tómas Valur Þrastarson hefur samið um að leika fyrir Washington State í bandaríska háskólaboltanum frá og með næsta hausti.

Tómas Valur er fæddur árið 2005 og hefur á síðustu árum orðið einn af betri leikmönnum Subway deildar karla. Þá hefur hann leikið upp öll yngri landslið og var hann fyrir áramótin kominn í hóp a landsliðs Íslands.

Washington State skólinn er staðsettur í Pullman borg Washington ríkis Bandaríkjanna. Skólinn leikur í Pac 12 hluta efstu deildar háskólaboltans, en meðal mótherja liðsins ár hvert eru sterk lið eins og Oregon State, Arizona, UCLA og USC.

Fréttir
- Auglýsing -