spot_img
HomeBónus deildinTómas Valur áfram í Þorlákshöfn

Tómas Valur áfram í Þorlákshöfn

Tómas Valur Þrastarson hefur framlengt samningi sínum við Þór fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Tómas Valur er nýlega orðinn 18 ára gamall og er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir, en bæði var hann lykilleikmaður með undir 20 ára og undir 18 ára landsliðum Íslands á nýliðnu sumri.

Þrátt fyrir þennan unga aldur lék Tómas stórt hlutverk fyrir Þór í Subway deildinni á síðasta tímabili, en í 32 leikjum skilaði hann 8 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu.

Fréttir
- Auglýsing -