spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTómas Þórður hetjan er Stjarnan tryggði sér Árborg sk 88 titilinn

Tómas Þórður hetjan er Stjarnan tryggði sér Árborg sk 88 titilinn

Stjarnan varð í dag fyrst liða til þess að tryggja sér Árborg sk 88 titilinn eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Hetti. Á leið til úrslita hafði Stjarnan lagt fyrstu deildar lið KR á meðan að Höttur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls.

Varla mátti sjá á milli liðanna undir loka úrslitaleiksins í dag, en leikmaður Stjörnunnar Tómas Þórður Hilmarsson setti tvö víti niður þegar 0,4 sekúndur voru eftir á klukkunni og innsiglaði með þeim sigur Stjörnunnar, 83-82.

Stigahæstur fyrir Stjörnuna í leiknum var fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson með 18 stig og Antti Kanervo og Kevin Kone bættu hvor um sig við 16 stigum. Fyrir Hött var það Deontaye Buskey sem dró vagninn með 19 stigum og Obie Trotter var honum næstur með 11 stig.

Tölfræði leiks

Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].

Fréttir
- Auglýsing -