Landsliðskonan Danielle Rodriguez og Elfic Fribourg lögðu Geneve í úrvalsdeildinni í Sviss í dag, 77-90.
Á rúmum 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Danielle 24 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skotu, en hún var stigahæst í liði Fribourg í leiknum.
Sem áður eru Fribourg í efsta sæti deildarinnar, búnar að vinna fyrstu 12 leiki deildarkeppninnar.