Nú þegar riðlakeppninni er lokið og spennandi keppni hefst í milliriðlum á morgun á EM er tilvalið að skoða hverjir leiða tölfræðiflokkana.
Luol Deng, leikmaður Bretlands, er stigahæstir leikmaður riðlakeppni EM en hann skoraði 24.6 stig í leik fyrir Breta.
Milos Teodosic, leikstjórnandinn snjalli hjá Serbíu, gefur flestar stoðsendingar eða 7.6 í leik.
Chris Kaman, miðherji Þýskalands, er frákastahæsti leikmaður mótsins með 10 fráköst að meðaltali í leik.
Hægt er að sjá allt um tölfræðina á heimasíðu mótsins.
Mynd: Luol Deng er að skora manna mest á EM – fibaeurope.com