Íslenska landsliðið mætir Sviss í dag er liðin mætast að öðru sinni í undankeppni Eurobasket 2017.
Töluvert hefur verið um veikindi í hópnum síðustu daga og því var tólf manna hópurinn ekki klár fyrr en eftir æfingu í morgun. Martin Hermannsson veiktist rétt fyrir leik gegn Belgíu og svo varð Hörður Axel veikur í ferðalaginu til Sviss og missti af æfingu í gær. Báðir hafa náð sér af þvi og eru klárir í leikinn gegn Sviss.
Ægir Þór Steinarsson veiktist svo í gærkvöldi og mun hann ekki taka þátt í leiknum. Jón Arnór Stefánsson hefur hinsvegar fengið aðhlynningu eftir að hafa flogið til Valencia og er klár í slaginn.
Ólafur Ólafsson er einnig utan hóps í dag ásamt Ægi. Axel Kárason er því aftur kominn í liðið fyrir þennan mikilvæga leik gegn Sviss í Fribourg.
Tólf manna hópurinn gegn Sviss er því svo hljóðandi:
4 Axel Kárason F 1983 192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 54
6 Kristófer Acox F 1993 196 cm Furman University (USA) · 9
7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson M 1988 204 cm Larissa (GRE) · 50
8 Hlynur Bæringsson M 1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 100
9 Jón Arnór Stefánsson B 1982 196 cm Valencia (ESP) · 85
12 Elvar Már Friðriksson B 1994 182 cm Barry University (USA) · 16
13 Hörður Axel Vilhjálmsson B 1988 194 cm Rythmos BC (GRE) · 54
14 Logi Gunnarsson B 1981 192 cm Njarðvík (ISL) · 127
15 Martin Hermannsson B 1994 194 cm Étoile de Charleville-Mézéres (FRA) · 41
24 Haukur Helgi Pálsson F 1992 198 cm Rouen Metropole Basket (FRA) · 46
34 Tryggvi Snær Hlinason M 1997 215 cm Þór Akureyri (ISL) · 5
88 Brynjar Þór Björnsson B 1988 192 cm KR (ISL) · 52
Vegna þess að engin sjónvarpsstöð í Sviss mun sýna leikinn í beinni útsendingu er hann ekki aðgengilegur í gegnum gervihnött. Einungis verður leiknum streymt á netið frá Sviss og verður í hann því í beinni á ruv.is kl 15:30.