spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaTóku forystuna gegn Stólunum

Tóku forystuna gegn Stólunum

Keflavík tók forystuna í 8 liða úrslita einvígi sínu gegn Tindastól með sigri í Blue höllinni í kvöld, 92-63.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin, en næsti leikur liðanna er á dagskrá í Síkinu komandi föstudag 4. apríl.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérstakleg jafn eða spennandi. Heimakonur í Keflavík eru snöggar að byggja sér upp þægilega forystu. Leiða með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta og 13 stigum í hálfleik.

Tindastóll gerir ágætlega að leyfa Íslandsmeisturunum ekki að gjörsamlega gera útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins, en munurinn þó 18 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum má segja að Keflavík hafi svo sett fótinn aftur á bensínið og unnið að lokum gífurlega örugglega, 92-63.

Atkvæðamestar í liði Tindastóls voru Randi Brown með 21 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og Edyta Ewa Falenzcyk með 15 stig og 10 fráköst.

Fyrir heimakonur var Jasmine Dickey atkvæðamest með 30 stig, 11 fráköst. Henni næst var Sara Rún Hinriksdóttir með 18 stig og 4 fráköst.

Tölfræði leiks

Viðtöl upphafleg birt á vef Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -