spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTöfluröð næsta tímabils klár - El Clasico í fyrstu umferð

Töfluröð næsta tímabils klár – El Clasico í fyrstu umferð

Þrátt fyrir að veðulega ætli sumarið á Íslandi heldur betur að láta bíða eftir sér, fer heldur betur að styttast í að Dominos deildirnar hefjist á ný. Fyrstu leikdagarnir eru 3. og 4. október en dregið var í töfluröð í dag sem ákvarðar umferðarröð næsta tímabils. 

 

Ljóst er að átta lið verða í 1. deildunum en ÍA mun að öllum líkindum ekki leika í 1. deild karla. Þá hefur Tindastóll ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna á komandi leiktíð eins og Karfan.is greindi frá á dögunum. 

 

Í Dominos deild kvenna mætast liðin sem léku til úrslita, Haukar og Valur gegn hvort öðru í annari umferð. Nýliðar KR mæta Íslandsmeisturum Hauka á útivelli í fyrstu umferð. Bikarmeistarar Keflavíkur fá Stjörnuna í heimsókn. 

 

1. umferð Dominos deildar kvenna 2018 – 3. október:

 

KR-Haukar

Valur-Skallagrímur

Breiðablik-Snæfell

Keflavík-Stjarnan

 

Í Dominos deild karla eru ansi stórir leikir í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar síðustu fimm ára KR byrja á að fá nýliða Skallagríms í heimsókn. Blikar sem einnig eru nýliðar fara til Grindavíkur og bikarmeistarar Tindastóls fá Þór Þ í heimsókn. Þá er ljóst að nágrannaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur fer fram í Ljónagryfjunni í fyrstu umferð. 

 

1. umferð Dominos deildar karla 2018 – 4. október:

 

Tindastóll-Þór Þ 

Njarðvík-Keflavík

KR-Skallagrímur

Grindavík-Breiðablik

Stjarnan-ÍR

Valur-Haukar

 

Töfluröðina og allar umferðirnar má sjá hér. Tekið skal fram að einhverjar breytingar geta orðið á leikjaröðun. 

 

Fréttir
- Auglýsing -