Cleveland Cavaliers unnu sinn tíunda leik í röð í nótt og styrktu með því stöðu sína á toppi NBA deildarinnar, en fórnarlamb næturinnar voru Miami Heat og Dwayne Wade. Lokatölur voru 102-86, Cavs í vil.
Heat áttu ekkert svar við stórleik James sem gerði 36 stig ásamt tilskyldum fjölda af fráköstum og stoðsendingum.
Þá unnu Portland góðan sigur á SA Spurs 96-93 og hafa svo sannarlega komið óvart með frammistöðu sinni þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna vegna meiðsla.