spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTíu stiga sigur heimamanna í Síkinu

Tíu stiga sigur heimamanna í Síkinu

Tindastóll tók á móti ÍR í Bónus deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stólar unnu fyrri leik liðanna í Breiðholtinu en ÍR hafði unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni og voru til alls líklegir.

Stólar byrjuðu leikinn afar vel og voru komnir í 19-11 um miðjan fyrst leikhluta en þá datt botninn algerlega úr leik þeirra. Þeir skoruðu aðeins eitt stig það sem eftir lifði og ÍR-ingar tóku fyrsta leikhlutann 20-22. Heimamenn tóku sig saman í andlitinu og spiluðu mjög vel í öðrum leikhluta, vörnin varð ákafari og skotin fóru að detta. Tindastóll leiddi 47-38 í hálfleik og héldu ÍR þannig í aðeins 16 stigum í öðrum leikhluta.

Stólar héldu sínum góða leik áfram í þriðja leikhluta og Basile kom þeim í 20 stiga forystu þegar 3 mínútur lifðu leikhlutans. ÍR-ingar eru hinsvegar ekki þekktir fyrir að gefast upp og gerðu gott áhlaup í lokaleikhlutanum þar sem þeir minnkuðu muninn í einungis 7 stig þegar rétt tæpar 3 mínútur voru eftir. Arnar Björnsson svaraði með þrist hinumegin og Stólar sigldu sigrinum heim.

Hjá heimamönnum átti Basile fínan leik og endaði með 20 stig og 9 stoðsendingar og Arnar Björnsson bætti 20 stigum við það. Hjá gestunum var Falco atkvæðamestur með 30 stig.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -