spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaTinna í fámennan hóp með 30 tvo leiki í röð

Tinna í fámennan hóp með 30 tvo leiki í röð

Í leik Njarðvíkur og Hauka í Subway deild kvenna skoraði Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir 34 stig, en það er annar deildarleikurinn í röð sem hún skorar 30+ stig. Hún er því aðeins þriðji leikmaður Úrvalsdeildar kvenna síðan 1991-92 til að gera það, en ekki finnast tölur úr einstökum leikjum fyrir það tímabil.

Síðust á undan henni var Haukakonan Helena Sverrisdóttir sem var með 30+ stig síðast 2018-19 þegar hún lék með Val. Hún var þá með 30+ í þremur af fjórum leikjum í röð, hæst 33 gegn KR. Helenu hefur tekist þetta fimm sinnum á ferlinum á Íslandi, fyrst tímabilið 2004-05, þá hæst með 39 stig gegn ÍS.

Hinn leikmaðurinn sem hefur náð þessari merkilegu tölfræði er Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún var með fimm 30+ leiki á 8 leikja bili tímabilið 2008-09, þar af þrjá í röð, og ef níundi leikurinn er tekinn með þá var hún með 29+ í sjö af þessum níu í röð

Tinna og Haukar eiga næst leik þann 28. desember gegn Breiðabliki, og verður áhugavert að sjá hvort hún haldi þessari sigurgöngu áfram og nái Birnu með þrjá 30+ leiki í röð.

Fréttir
- Auglýsing -