Ungverjaland lagði Ísland í DVTK höllinni í Miskolc í kvöld í undankeppni EuroBasket 2023, 89-49. Eftir leikinn er Ungverjaland í öðru sæti riðilsins með þrjá sigra og tvö töp á meðan að Ísland er í þriðja sætinu með einn sigur og fjögur töp.
Karfan spjallaði við Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur eftir leik í Miskolc. Tinna Guðrún átti virkilega góðan leik fyrir Ísland í dag, skilaði 6 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og leiddi liðið í framlagi.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil