Undir 20 ára lið kvenna vann í dag til bronsverðlauna á Norðurlandamótinu í Södertalje eftir að hafa unnið Danmörku í úrslitaleik, 73-52. Í heild vann liðið þá þrjá leiki á mótinu og tapaði tveimur, en í efstu tveimur sætunum voru Finnland og Svíþjóð.
Karfan spjallaði við Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur eftir leik í Södertalje, en hún var stigahæsti leikmaður liðsins með 31 stig í leiknum.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil