Flugfélagsmót KFÍ manna fór fram nú um helgina og voru það Tindastólsmenn sem báru sigur úr býtum, unnu alla leiki sína og hlutu að launum 12 flugmiða með Flugfélagi Íslands.
Tindastóll og Þór Akureyri mættust í fyrsta leik á föstudag og vann Tindastóll 83-62. Seinni leikur föstudagsins var leikur KFÍ og Vals og unnu heimamenn 71-64. Á laugardag voru svo fjórir leikir og voru úrslit þeirra eftirfarandi:
Tindastóll – Valur 80-63
KFÍ – Tindastóll 72-77
Valur – Þór Akureyri 80-63
KFÍ – Þór Akureyri 75-71
Ekki voru öll lið fullskipuð í mótinu en t.d. vantaði í lið Tindastóls þá Svavar Birgisson, Friðrik Hreinsson, Helga Frey Margeirsson og Ricky Henderson og Michael Giovacchini lék aðeins einn leik enda nýkominn frá Salt Lake City.
Nánar má lesa um mótið á heimasíðu KFÍ auk þess sem þar má finna fjölda mynda, á heimasíðu Tindastóls er svo að finna umsögn um leiki þeirra og stigaskor einstakra leikmanna.
Mynd: www.tindastoll.is