Tindastólsmenn hafa nú í dag tryggt sér ungviði sitt og kvittað undir samninga við alla þá helstu ungu leikmenn sem nú þegar spila fyrir liði eða eru á "þröskuldinum" Helst ber þar að nefna þá Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson sem nú þegar eru orðnir stólpar í liðinu. Aðrir leikmenn sem fengu samninga eru Kristófer Auðunsson, Þröstur Kárason, Elvar Hjartarson, Finnbogi Bjarnason Hannes Másson og Hlynur Einarsson
Mikil gleði tíðindi fyrir þá Tindastólsmenn segir í tilkynningu frá félaginu og augljóst að hlúið er vel að heimamönnum þar á bæ.
Mynd/Feykir.is: Stefán Jónsson formaður með ungu piltunum.