Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfell er einn af spámönnum dagsins og fengum við hann til að rýna í þá leiki sem í kvöld verða leiknir. KR fær þá Grindavík í heimsókn og í Keflavík mæta Tindastólsmenn. Hér að neðan má sjá spádóma Inga Þórs.
KR – Grindavík
KR-ingar mæta grimmir til leiks og ætla að stjórna þessu einvígi – Brynjar Þór og Darri þurfa að stíga upp í leik sínum til að verkefni kvöldsins verði eins og KR leggur þetta upp. Grindvíkingar koma algjörlega pressulausir inní leikinn og ætla sér pottþétt að afsanna hrakspár flestra. Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur í byrjun en svo sígur KR framúr og sigrar með ca 15 stigum.
Keflavík – Tindastóll
Keflavík vita að þeir þurfa að halda heimavellinu og eru staðráðnir í að gera betur en fyrstu 25 mínúturnar gegn Tindastól í síðasta mánuði. Keflavík mun þurfa að fá toppleik frá Val Orra sem þarf að stýra liðinu til sigurs. Tindastóll ætlar sér að sækja einn sigur á útivelli og munu gera heiðarlega tilraun í kvöld. Það lið sem sigrar í kvöld mun vinna viðureignina, ég sé að það verði Tindastóll