indastóll tók á móti Stjörnunni í lokaumferð Bónus deildar kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.
Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru í erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna, þó sérstaklega heimaliðið. Stjarnan leiddi að loknum fyrsta leikhluta 12-17. Stólar komu sterkari til leiks í öðrum leikhluta, ekki síst Randi Brown sem sallaði stigum á gestina. Randi skoraði 18 stig í leikhlutanum og Stólastúlkur leiddu í hálfleik 41-34.
Liðin skiptust á höggum í þriðja leikhluta en Inga Sólveig og Brynja settu mikilvæga þrista og hjálpuðu Randi aðeins í stigaskoruninni. Stjarnan átti áhlaup en náðu aldrei að jafna eða komast yfir og Stólar leiddu með 5 fyrir lokaátökin. Zuzanna kom Stólum í 7 stiga forystu með fyrstu körfu 4. leikhluta en Stjarnan átti næstu 6 stig og munurinn kominn niður í eitt stig þegar sex og hálf mínúta var eftir. Þá tók Brynja Líf sig til og setti 2 þrista en Stjörnukonur komu aftur með áhlaup og minnkuðu muninn aftur í 1 stig 68-67. Tveir þristar frá Brynju og annar frá Edytu sem átti annars slakan leik gerðu þó út um leikinn sem endaði 78-67 fyrir heimakonum.
Randi var atkvæðamest Stóla með 33 stig og sex fráköst og Brynja átti flottan leik með 17 stig og 9 fráköst og það munaði miklu um þristana hennar í 4. leikhluta. Hjá Stjörnunni voru það Stixx og Diljá sem sáu að mestu um stigaskorið.
Viðtal :
Umfjöllun / Hjalti Árna