Þetta var síðasti deildarleikurinn á þessu tímabil og eftir leikina í kvöld mundi það koma í ljós hvað lið Tindastóll myndi mæta í undanúrslitum á meðan Keflavík var á leiðinni í sumarfrí.
Gangur leiksins
Allan fyrsta leikhluta voru Stólar með þæginlega foryrstu og hún aukst bara með hverji mínútu
Í öðrum leikhluta förum við að sjá Stólana spila meira á leikmönnum sem voru kannski ekki vanar því að spila margar mínútur, samt spiluðu þær betur í þeim leikhluta og héldu Keflavíkingum í 5 stigum allan leikhlutan.
Þriðji leikhlutinn var mun betri hjá Keflvíkingum og var miklu meiri harka í þeim varnarlega séð heldur en í fyrri hálfleik, þær töpuðu þeim leikhluta aðeins með 2 stigum sem er mun minna heldur en í fyrri leikhlutum
Í fjórða leikhluta var bara spursmál hversu stórt stólarnir myndu vinna stórt, loka tölur voru 76 – 42






Atkvæðamestir
Hjá stólunum var Emnese Vida með 23 stig og 15 fráköst, eftir henni var Ify Okoro með 16 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar
Fyrir gestina var Eygló Óskarsdóttir stigahæst með 17 stig og 50% nýting utan af velli.
Umfjöllun / Bogi Sigurbjörnsson