Tindastóll hefur náð samningum við Mamadou Samb sem fæddur er í Senegal en með spænskt ríkisfang.
Hann mun því spila í Dominos deild karla næsta tímabili en hann kemur í stað Antonio Hester sem átti að koma til liðsins en ekkert verður úr því núna.
Samb er 26 ára miðherji sem er 2,08 metrar á hæð og 95 kg. Hann hefur á mála hjá Barcelona auk þess sem hann spilaði með Jóni Arnóri hjá Granada á spáni.
Síðustu tvö ár Samb spilað í næst efstu deild á Spáni þar sem hann lék meðal annars gegn Ægi Steinarssyni sem spilaði með Penas Huesca. Þar var hann með 9,6 stig og 4,1 frákast að meðaltali í leik.
Samb er sagður stór og sterkur leikmaður með ágætis skot sem ætti að reynast vel í Dominos deildinni. Tindastóll mætir einmitt Jóni Arnóri og félögum í KR í fyrstu umferð Dominos deildarinnar þann 6. október.
Það var Feykir sem greindi frá þessu í gær og sagði Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls í samtali við þá að ánægjan væri mikil að fá þennan sterka leikmann.
Bróðir Mamadou Samb er Cheikh Samb sem spilað hefur með Detriot Pistons, Los Angeles Lakers, Denver Nuggets og New York Knicks í NBA deildinni.
„Það er alveg á tæru að það er farið að skila sér hressilega í Skagafjörðinn að vera með færa þjálfara innan sinna raða og mikið ánægjuefni fyrir okkur að geta fengið leikmann til okkar af þessu kaliberi. Þjálfari liðsins Jou Costa þekkir leikmaninn vel sem þjálfari hans fyrir nokkrum árum. Mamadou Samb hefur leikið með mörgum liðum á Spáni meðal annars hefur hann leikið með okkar besta leikmanni Jóni Arnóri Stefánssyni sem og að vera á mála hjá stórliði Barcelona,“
Mynd / Africatopsports.com