spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTindastóll með sterkan sigur gegn Þór Þ.

Tindastóll með sterkan sigur gegn Þór Þ.

Tindastóll tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í Bónus deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Stólarnir byrjuðu leikinn gríðarlega sterkt og komust í 11-0 og 16-1 og enduðu leikhlutann 34-15. Það tók Þórsara yfir 6 mínútur að skora körfu úr opnum leik á meðan Stólar léku á alls oddi. Veislan hélt áfram í öðrum leikhluta og heimamenn völtuðu yfir Þórsara. Nýr leikmaður Stóla Dimitris Agravanistók sín fyrstu skref í Bónus-deildinni og byrjaði á að láta Jordan Semple blokka sig en rétt að minna á að litli bróðir hans byrjaði frekar rólega í haust en hefur náð sér á strik.

Tölfræði leiksins

Staðan 62-45 í hálfleik og heimamenn farnir að slaka á. Þriðji leikhluti hófst og það kom fljótt í ljós að Stólarnir voru nánast hættir að spila körfubolta og Þórsarar fóriu að höggva niður muninn jafnt og þétt. Gestirnir náðu þessu í 5 stiga leik en nær komust þeir ekki, ekki síst fyrir tilstuðlan Sadio sem setti 7 stig í röð undir lok leikhlutans. Stólar náðu svo fljótlega að rykkja frá Þórsurum og enduðu með að vinna nokkuð þægilegan sigur.

Myndasafn

Sadio endaði stigahæstur með 22 stig og Basile var með 17 þrátt fyrir að spila þriðja leikhlutann eins og byrjandi. Stórundarlegt að sjá menn missa svona gersamlega hausinn eins og Stólar gerðu í þriðja leikhluta. Hjá gestunum átti Semple frábæran leik með 26 stig og 19 fráköst, 45 framlagsstig takk fyrir.Hide message history

Viðtöl

Umfjöllun – Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -