spot_img
HomeBikarkeppniTindastóll með bikarsigur á Skaganum

Tindastóll með bikarsigur á Skaganum

ÍA tók á móti Tindastól í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppninar, mikil eftirvænting var fyrir leiknum, stúkan þétt setin og stemningin mjög góð.

Hérna eru öll úrslit kvöldsins

Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 14 – 7 og voru yfir 22 – 15 um miðjan 1. leikhluta. Tindastóll gerði hinsvegar gott áhlaup í lok leikhlutans og leiddi 30 – 25 að honum loknum. Jafnræði var með liðunum í 2.leikhluta, bæði lið að hitta mjög vel og leikurinn í jafnvægi. Staðan í hálfleik var 46 – 52 fyrir Tindastól.

Í seinni hálfleik dró jafnt og þétt í sundur á milli liðanna, ljóst var að Tindastóll bjó yfir meiri breidd og smám saman dró af ÍA liðinu. Staðan í lok 3.leikhluta var 61 – 73 fyrir Tindasól og þeir síðan gengu frá leiknum í 4.leikhluta og sigruðu nokkuð örugglega 81 – 107.

Helsta tölfræði leikmanna ÍA

Srdan Stojanovic 22 sitig, 4 af 5 í þristum, samtals 61,5% skotnýting

Victor Bafutto 21 stig, 53,8% skotnýting

Lucien Christofis 9 stig, 7 stoðsendingar

Helsta tölfræði leikmanna Tindastóls

Davis Geks 26 stig, 8 af 11 í þristum, samtals 69,2% skotnýting

Dedrick Basile 25 stig, 7 af 7 í tveggja stiga, 6 stoðsendingar

Giannis Agravanis 13 stig, 6 fráköst

Punktar frá leiknum

– Byrjunarlið liðanna skoruðu jafn mikið, 65 stig hvort

– Tindastóll var með 42 stig af bekknum á meðan í var aðeins með 16 stig

– Liðin skiptast 4 sinnum á forystu og þrisvar sinnum var jafnt.

– Friðrik Hrafn Jóhannsson aðstoðarþjálfari Tindastóls á að baki nokkra leiki með ÍA.

– Leikurinn var sýndur beint á ÍA TV og lýstu Jón Orri og Fannar Freyr honum af mikilli fagmennsku.

Næsti leikur liðana er á föstudaginn 25.okt nk. Skagamenn leika á útivelli gegn nágrönnum sínum í Skallagrím en Tindastóll mætir Grindavík í Smáranum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Jónas H. Ottósson)

Fleiri myndir er að finna á FB síðu ÍA hér

Umfjöllun / Jón Þór

Fréttir
- Auglýsing -