18:00
{mosimage}
Tindastóll sigraði í gærkvöldi KFÍ nokkuð örugglega í síðasta æfingaleik sínum fyrir Íslandsmótið. Stólarnir byrjuðu vel og náðu fljótlega góðu forskoti. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 24 – 12. Ísfirðingar löguðu aðeins stöðuna í upphafi 2. leikhluta og breyttu stöðunni í 24 – 20.
Þá skoruðu Stólarnir 14 stig í röð og náðu 18 stiga forskoti. KFÍ lagaði aðeins stöðuna fyrir hálfleik en staðan var 43-31 þegar flautað var til síðari hálfleiks. Tindastóll jók aftur forskotið í síðari hálfleik og náði mest 23ja stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta í stöðunni 63 – 40. Síðustu fjórar mínútur leikhlutans skoruðu Stólarnir aðeins 3 stig á meðan KFÍ skoraði 16 stig og hleypti aðeins lífi í leikinn fyrir fjórða fjórðung. Stólarnir létu þetta ekki slá sig út af laginu og juku forskotið aftur í síðasta leikhlutanum og lauk leiknum með tuttugu stiga sigri, 89 – 69. Stólarnir léku þokkalega á köflum, en mótspyrnan var ekki öflug þótt KFÍ hafi átt sína spretti.
Stigaskor Tindastóls: Donald 22, Svavar 15, Marcin 14, Kristinn 10, Ísak 9, Serge 9, Helgi Rafn 8, Halldór 2.
Stig KFÍ: Bojan 18, Pance 11, Robert 10, Birgir 9, Þórir 8, Srdjan 6, Riste 4, Hjalti 3.
Mynd: www.tindastoll.is