spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTindastóll lagði fámenna Keflvíkinga í Síkinu

Tindastóll lagði fámenna Keflvíkinga í Síkinu

Stólarnir fóru létt með fámenna Keflvíkinga í Síkinu, lokatölur voru 101 – 76 og eftir leikinn eru heimamenn í sjötta sæti en Keflvíkingar í því þriðja.

Gangur leiks

Keflvíkingar mættu fámennir til leiks en það vatnaði nokkra lykilleikmenn að sökum veikinda, m.a Jaka Brodink sem hefði verið að mæta á sinn gammla heimavöll í fyrsta skiptið eftir félagskiptinn yfir í Keflavík.

Stólarnir fóru betur af stað en þegar það var rúmmlega helmingur liðinn af fyrsta leikhluta var staðann 11 – 3.  Það var frábær orka frá heimamönnum, örugglega aldrei jafn fjölmennt í síkinu eins og núna eftir að covid fór af stað og Grettismenn duglegir að láta heyra í sér. Eftir þessa frábæra byrjun gestanna náðu Keflvíkingar heldur betur að klóra í bakkan og munurinn var aðeins 3 stig í lok fyrsta leikhluta, 23 – 20.

Það sást langa leið að stólarnir ætluðu að hlaupa á þá líklegast útaf hvað þeir voru fámennir, þeir pressuð hátt og spiluðu aggriseva vörn, þeir náðu að búa til forskot í byrjun annars leikhluta og voru komnir með 11 stiga mun þegar leikhlutinn var rúmmlega hálfnaður. Munurinn hélst svipaður út leikhlutan og var staðan í lok fyrsta hálfleiks 46 – 36. Javnon Bess var framlaghæstur í fyrsta hálfleik með 13 stig, 5 fráköst og 2 stolna bolta.

Keflvíkingarnir komu brjálaðir úr hálfleiknum, alvöru orka frá þeim og náður þeir að halda Stólunum stiga lausum fyrstu tvær mínúturnar og tók Baldur þá leikhlé, þeir voru búnir að minka muninn í aðeins 3 stig. Eftir það má seigja að Stólarnir hafi heldur betur rifið sig í gang eftir þessar slæmu tvær mínútur, Sigtryggur Arnar var frábær á þessu runni Stólana og eftir að Zoran stal boltanum og tróð þurfti Hjalti að taka lékhlé til að reyna stoppa þetta áhlaup. Stólarnir héldu bara áfram eftir þetta lékhlé og var staðann 68 – 52 í lok þriðja leikhluta.

Stólarnir héldu sama dampi í byrjun leikhlutans og Keflvíkingar voru augljóslega orðnir pirraðir, þeir voru komnir með 2 tæknivillur og eina óíþróttamanslega eftir að Milka fór hættulega á móti Taiwo Badmus þegar hann ætlaði í layup/troðslu. Sigtryggur Arnar hélt áfram að vera frábær í þessum leikhluta og maður sá að sjálfstraustið var í botni hjá honum í dag sem er frábært fyrir stólana.Stólarnir hlupu í burtu með þetta í loka leikhlutanum, lokatölur 101 – 76.

Tölfræðin lýgur ekki

Stærsti munurinn tölfræðilega séð er klárlega nýtinginn hjá liðunum, Stólarnir voru með mjög góða 53% nýtingu utan af velli en Keflvíkingar með 39%

Atkvæðamestir

Sigtryggur Arnar var algjörlega frábær í kvöld, hann skilaði 35 stigum, hann hitti 10 þristum og var að njóta sín í botn, það sást best þegar hann sendi no look sendingu inn á Helga Rafn sem kláraði layupið, algjörlega mögnuð tilþrif. Síðan fengu Stólarnir fínt framlag frá mönnum eins og Zoran, Javon og Taiwo. Pétur Rúnar skoraði aðeins 2 stig í dag en gaf 10 stoðsendingar.

Það var ekki mikið að frétta hjá gestunum en Mustapha var stigahæstur en hann skoraði 21 stig, Dominykas Milka átti ekki frábæran leik en skilaði samt 17 stigum.

Kjarninn

Það vantaði nokkra lykilmenn í lið gestanna en ég seigi það alls ekki til að draga úr frammistöðu Stólana. Tindastóls menn eru búnir að vera á mjög flotti skriði upp á síðkastið og lítur út fyrir að  þeir séu að toppa á réttum tíma, þeir sitja eins og staðan er núna í sjötta sæti með jafn mörg stig og Stjarnan sem eru í fimmta sæti, en þau bæði lið eiga leik til góða á Val sem eru í 4 sæti. Keflavík eru í þriðja stæti og halda því sæti líklegast þar sem þeir eiga eftir að spila fleiri leiki en Valur sem eru í því fjórða.

Hvað svo?

Í næsta leik halda Baldur og hans lærisveinar í gamla heimabæ Baldurs, þar spila þeir við efsta lið deildarinnar því verður það gríðalega erfiður leikur.

Keflavík taka á móti nágrönnum sínum Grindavík í næsta leik, ef Keflvíkingar fá sína menn úr veikindum verða þeir alltaf sigurstranglegri en þetta verður samt ábyggilega erfiður leikur.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -