spot_img
HomeFréttirTindastóll hafði betur gegn FSu

Tindastóll hafði betur gegn FSu

Tindastóll og FSu áttust við í sveiflukenndum leik í Lengjubikarnum í Síkinu í kvöld.  Leiknum lauk með 10 stiga sigri heimamanna sem eru því búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni.

 

Heimamenn byrjuðu sterkt og fljótlega var staðan orðin 13-2.  Gestirnir tóku leikhlé og komu gríðarsterkir tilbaka eftir það og náðu 17-2 kafla og heimamenn virtust ráðalausir.  Cristopher Caird fór hamförum fyrir gestina, skoraði og stal boltanum hinumegin.  Arnþór og Lewis sáu þó til þess að Tindastóll leiddi eftir fyrsta fjórðung 29-25.

 

Tindastólsmenn voru svo sterkari í 2. fjórðung og Flake og Helgi Margeirs komu inn með stórar körfur.  Staðan 52-39 í hálfleik og staðan vænleg hjá heimamönnum.  Tindastóll átti svo fyrstu 5 stigin í seinni hálfleik og allt í einu var staðan orðin 57-39 og eftir það átti sigurinn að vera formsatriði.  Gestirnir sýndu þó mikla þrautsegju og enn var það Cristopher Caird sem hélt þeim inni í leiknum.  Hann átti stórleik í kvöld með 29 stig og 10 fráköst.  FSu náði að minnka muninn í 5 stig í lokin en Pálmi Geir og Lewis kláruðu leikinn fyrir heimamenn og skoruðu síðustu 5 stigin.

 

Haustbragur var á leiknum og mikil hreyfing á liðum, sérstaklega Tindastól þar sem nýr þjálfari var greinilega að prófa margt og reyna að kynnast leikmönnum.  Pieti Poikola var nokkuð ánægður í leikslok og sagði þetta hafa verið dæmigerðan pre-season leik og ekki margt komið á óvart.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Myndir og texti: Hjalti Árna

 

Mynd: Lewis var öflugur í kvöld

Fréttir
- Auglýsing -