Tindastóll fór illa með KR í meistarakeppni KKÍ fyrr í kvöld er liðin mættust í DHL-höllinni. Tindastóll gaf tóninn snemma og gaf aldrei eftir þrátt fyrir fín áhlaup KR.
Lokastaðan var 72-103 en Urald King var frábær í liði Tindastóls með 27 stig. Fyrir vikið lyftu Sauðkrækingar bikarnum en þetta er annar bikar liðsins á árinu.
Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.