spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll ekki mikil fyrirstaða fyrir Snæfell í Hólminum

Tindastóll ekki mikil fyrirstaða fyrir Snæfell í Hólminum

Snæfell fékk Tindastól í heimsókn í kvöld í 1. deild kvenna. Liðin eru á sitthvorum endanum í deildinni, Snæfell í 2.- 3. sætinu á meðan Tindastóll er í 8. sæti.

Gangur leiksins

Snæfell tók öll völd í leiknum um leið og hann byrjaði, þær hreinlega völtuðu yfir gestina frá Sauðárkróki og eftir 1. leikhluta var staðan 25-9. Gestirnir bitu frá sér í 2. leikhluta og spiluðu fínan bolta með ungt og efnilegt lið inn á vellinum. Snæfell unnu þann leikhluta 18-16 og héldu þannig áfram að bæta við muninn þó svo að gestirnir hafi litið örlítið betur út í sínum leik.

Snæfell gaf aftur í þegar þriðji leikhlutinn hófst og spiluð af miklum krafti. Eftir þrjá leikhluta var staðan 71-39 og leikurinn í raun búinn. Það þarf hins vegar að klára og á meðan mínútur eru á leikklukkunni þá er möguleiki á að rétta sinn hlut. Það gerðu gestirnir hins vegar ekki og heimakonur í Snæfelli silgdu öruggum sigri heim, lokatölur Snæfell 92 – 56 Tindastóll.

Sögulínur

  • Snæfellingurinn Inga Sól í liði Tindastóls er að koma til baka eftir meiðsli og fékk góðar mínútur til að öðlast leikformið sem henni vantar.
  • Annar fyrrum Snæfellingur, Emese Vida, spilaði ekki leikinn og munar um minna. Hún hefði hjálpað ungu Tindastólsliði mikið og þá sérstaklega í teignum þar sem þær höfðu ekki roð í Cheah Emountainspring Rael Whitsitt.
  • Cheah tók alls 28 fráköst í leiknum og spilaði af líf og sál eins og henni einni er lagið, frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og iðkendur. Cheah bætti við 21 stigi og 8 stoðsendingum alls 51 í framlag – eins og sést algjör yfirburðar leikmaður í leiknum.
  • Snæfell tók 58 fráköst á móti 35 frá Tindastól.

Hvað svo?

Tindastóll þarf að gleyma þessum leik sem fyrst og undirbúa sig fyrir síðasta leik ársins á móti Hamar/Þór. Tindastóll er fjórum stigum á eftir Aþenu/Leikni/UMFK og fjórðum stigum á undan Breiðablik b, sem verma botn deildarinnar með núll stig.

Snæfell er í toppbaráttu í deildinni með frábært lið, þær eiga Ármann í síðasta leik fyrir jól. Snæfell er einum sigri á eftir Stjörnunni sem eru efstar með 9/0 í deild. Snæfell og Þór Akureyri koma á eftir þeim með 8 sigri. Það er því líf og fjör í 1. deild kvenna og spennan heldur áfram.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit kvöldsins

Fréttir
- Auglýsing -