Tindastóll gerði sér lítið fyrir og lagði heimamenn í Parnu í Eistlandi í fyrri leik sínum í forkeppni FIBA Europe Cup.
Stólarnir voru nokkuð hægir í gang í leik dagsins, þar sem þeir voru meðal annars 9 stigum undir þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 35-26. Þeir mættu þó betur til leiks í seinni hálfleiknum og náðu hægt og bítandi yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Parnu hafi ekki verið langt undan náðu Stólarnir að lokum að tryggja sér nokkuð öruggan sigur á lokamínútunum, 62-69.
Atkvæðamestur fyrir Tindastól í leiknum var Adomas Drungilas með 18 stig, 8 fráköst og Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 14 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Seinni leikur Tindastóls í keppninni er á morgun kl. 16:00 gegn Trepca frá Kósovó, en nái þeir að vinna hann hafa þeir tryggt sig áfram í riðlakeppni keppninnar.
Grafík / Halldór Halldórsson