spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll bætir í hópinn

Tindastóll bætir í hópinn

Tindastóll hefur samið við Aníku Lind Hjálmarsdóttur fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.

Aníka er 25 ára framherji sem að upplagi er úr Fjölni, en hún kemur til Tindastóls frá Subway deildar liði ÍR þar sem hún skilaði 8 stigum og 6 fráköstum á síðustu leiktíð. Tímabilið á undan 2021-22 var hún í liði ÍR sem vann sig upp í Subway deildina, en þá var hún með 11 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrstu deildinni.

Helgi Freyr þjálfari segist mjög spenntur fyrir komu Aníku til félagsins. “Aníka er flottur leikmaður sem mun efla liðsheildina. Hún kemur með góða vídd í liðið og reynslu úr Subway-deildinni þar sem hún hefur sýnt að hún getur spilað á meðal þeirra bestu.“

Grafík / Halldór Halldórsson

Fréttir
- Auglýsing -