Tindastóll lagði Val í gærkvöldi í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna í Subway deild karla, 82-83. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en næsti leikur liðanna er komandi þriðjudag 9. maí í Síkinu á Sauðárkróki.
Sigur Tindastóls var fyrir margt merkilegur, en kannski ekki síst fyrir þá staðreynd að liðið var með honum í fyrsta skipti að vinna fyrsta leik úrslita. Ferð Tindastóls í úrslit þetta árið er sú fimmta í sögunni og hafði liðið ekki aðeins tapað titlinum í öll þessi skipti, heldur einnig alltaf byrjað á því að lenda undir í einvíginu.
Ferðir Tindastóls í úrslit
2001 – Njarðvík 3 1 Tindastóll
Njarðvík vinnur fyrsta leik 89-65 í Ljónagryfjunni
2015 – KR 3 1 Tindastóll
KR vinnur fyrsta leik 94-74 á Meistaravöllum
2018 – KR 3 1 Tindastóll
KR vinnur fyrsta leik 54-75 í Síkinu
2022 – Valur 3 2 Tindastóll
Valur vinnur fyrsta leik 80-79 í Origo Höllinni
2023 – Valur 0 1 Tindastóll
Tindastóll vinnur fyrsta leik 82-83 í Origo Höllinni