Tindastóll tók á móti Keflavík í Bónus-deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Bæði lið höfðu að nokkru að keppa, Keflavík að berjast við að komast inn í úrslitakeppnina og Stólar að halda í toppsætið.
Leikurinn tafðist um nokkurn tíma vegna tafa dómaranna af völdum umferðarslyss, hófst kl. 20:45. Þegar leikurinn loks hófst varð það fljótlega ljóst að aðeins eitt lið hafði mætt til leiks. Stólarnir hreinlega völtuðu yfir gestina frá Keflavík frá byrjun og leiddu 32-9 að loknum fyrsta leikhluta. Ef einhverjir bjuggust við að Kef myndi hressast í öðrum leikhluta hvarf sú von fljótt og Stólar héldu áfram miskunnarlausri slátrun á gestunum. Staðan 62-27 í hálfleik og leik lokið í raun.
Tölfræði leiksins
Stólar héldu síðan þessum mun nokkurn veginn til leiksloka og eini hluturinn sem fór úrskeiðis var að Drungilas lauk leik með 2 óíþróttamannslegar villur í þriðja leikhluta. Það hægði svosem ekki á leik Stóla sem enduðu með því að innbyrða 39 stiga sigur 116-77
Myndasafn ( Væntanlegt )
Dimitrios Agravanis endaði með 23 stig og 9 fráköst fyrir Stóla og Jaka Brodnik setti 18 fyrir gestina. Stólar halda toppsætinu en það eru erfiðir leikir eftir gegn Njarðvík og Val
Viðtöl :
Umfjöllun – Hjalti Árna