spot_img
HomeFréttirTimothy Theodore Duncan hættur

Timothy Theodore Duncan hættur

 

Kraftframherji San Antonio Spurs síðastliðin 19 ár, Tim Duncan, hefur tekið ákvörðun um að hætta. Af mörgum talinn besti kraftframherji sögunnar tókst kappanum, ásamt þjálfaranum Greg Popovich, að mynda sigursælasta þjálfara/leikmanns tvíeyki sögu deildarinnar. Yfir ferilinn hans vann heldur ekkert lið fleiri leiki heldur en lið þeirra (1042)

 

Þekktur sem Stóra Undirstöðuatriðið (e. The Big Fundemental) tókst kappanum líkt og fáum (ef einhverjum) að spila leikinn af einstakri skilvirkni. Hvort sem það voru ákvarðanir hans í vörn, hárnákvæm spjaldarskot í teignum eða hvernig hann spilaði upp á liðsfélaga sína, gekk það oftast upp. Kannski ekki mikið fyrir topp tíu lista vikunnar sem kappinn gerði, en á þennan lágværa hátt tókst honum að leiða lið sitt til 5 meistaratitla, komst í 15 skipti í stjörnulið deildarinnar, var 2 valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar og í 3 skipti verðmætasti leikmaður úrslitanna.

 

Hann er einnig aðeins einn þriggja leikmanna sem hafa leikið 19 ár eða fleiri fyrir sama lið í deildinni. John Stockton (Utah Jazz) lék einnig 19 ár, en Kobe Bryant lék svo 1 ári meira, 20, fyrir Los Angeles Lakers. Merkilegt er að hugsa til þess að þetta sumarið hætti bæði sá síðarnefndi, Kobe Bryant, og Tim Duncan. Því á milli sín, síðustu 20 ár hefur annar hvor titill farið á loft í lúkum þeirra.

 

Tölfræði kappans er æri merkileg. Yfir þessi 19 ár í deildinni mætti færa rök fyrir, fyrir utan kannski síðasta tímabil, hann hefði í raun aldrei tekið neina svakalega dýfu eða versnað neitt þrátt fyrir aldur. Að meðaltali yfir 36 mínútur í leik var hann með 17-22 stig, tók 11-12 fráköst, gaf 3-4 stoðsendingar og varði 2-3 skot svo eitthvað sé nefnt.

 

Hérna er hægt að skoða tölfræðina.

 

Það er því kannski við hæfi að þessi látlausi leikmaður tæki ekki Kobe á þetta (ofsafengnir kveðjutúrar eru kenndir við hann eftir síðasta tímabil), heldur endaði þetta með því einfaldlega að láta liðið bara vita af þessari ákvörðun, senda ekkert frá sér sjálfum. 

 

Hérna er fréttatilkynning San Antonio Spurs.

 

Viðbrögð annarra körfuknattleiksmanna hafa ekki látið á sér standa:

 

Fréttir
- Auglýsing -