spot_img
HomeFréttirTímavélin: Þegar Marín Laufey skellti Arnari í Solna

Tímavélin: Þegar Marín Laufey skellti Arnari í Solna

Norðurlandamóti undir 16 ára liðs drengja og stúlkna lauk í dag í Kisakallio í Finnlandi. Bæði unnu liðin tvo leiki á þessu móti, en vegna innbyrðisstöðu höfðu drengirnir brons með sér heim á meðan að stúlkurnar þurftu að sætta sig við fjórða sætið.

Venju samkvæmt var haldin kvöldvaka eftir að móti lauk þar sem að dans og söngvaatriði undir 16 ára drengja bar sigur úr býtum í skemmtiatriðakeppni liðanna. Þá var einnig farið í leiki og aðra almenna vitleysu.

Marín Laufey lék með Hamri, Keflavík, Breiðablik og íslenska landsliðinu á árunum 2011-19

Hér fyrir neðan er eitt minningarbrot frá árinu 2012 þegar að keppnin var haldin í Solna í Svíþjóð, en þá lagði leikmaður á yngra ári undir 18 ára liðsins Marín Laufey Davíðsdóttir einn af þjálfurum landsliðanna, núverandi þjálfara Stjörnunnar Arnar Guðjónsson, í glímu. Ekki fylgir sögunni hvor hafi skorað á hvern á hólm, en nokkuð ljóst er á myndbandinu sem Körfunni barst að Arnar á sér litlar sem engar varnir gegn bragði Marínar.

Fréttir
- Auglýsing -