Rimmur Keflavíkur og Njarðvíkur hafa margar hverjar verið stórkostlegar í gegnum árin. Þar eru á ferðinni þau tvö lið sem hafa unnið flesta meistaratitla síðustu 30 ár og þó hvorugt þeirra hafi nú unnið síðan árið 2008, bera leikir liðanna þó enn þess merki að þarna sé hitinn mikill og að leikmenn séu tilbúnir að selja sig dýrt fyrir sigur.
Við ferðumst nú ekki langt aftur í tímavélinni í þetta skiptið. Förum til ársins 2013 og minnumst þess þegar að í mjög jöfnum leik, ungur leikmaður að nafni Gunnar Ólafsson, kom Keflavík í stöðuna 85-88 þegar 0.6 sekúndur voru eftir af leiknum með laglegu þriggja stiga skoti úr horninu eftir vel heppnað innkast sem hann tók sjálfur.
Eftir þetta tímabil fór Gunnar í háskólaboltann bandaríska til St. Francis, en kom aftur heim í sumar og verður því í liði Keflavíkur sem mætir í Ljónagryfjuna í kvöld.
Hérna er meira um leikinn – Gunnar stal senunni í Njarðvík
Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:15 og verður beina tölfræði að finna hér.
Skotið:
Viðtal við Gunnar eftir leik:
Viljir þú vinna þér inn miða á leik Keflavíkur og Njarðvíkur, þá mun Karfan draga út tvo slíka kl. 16:00 í dag:
https://www.facebook.com/karfan.is/photos/a.207434669298295/2263348537040221/?type=3&theater